Innlent

Karlar gegn nauðgunum

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Karlahópur Feministafélags Íslands verður með átak gegn nauðgun á útíhátíðum um helgina.

Þetta er sjöunda árið í röð sem hópurinn er með átak um verslunarmannahelgina. Upphaflega var yfirskriftin "Nauðgar vinur þinn" en henni var svo breytt í NEI sem hefur náð að festa sig í sessi og vísar í slagorðið, nei þýðir nei, nauðgun er glæpur.

Hópurinn hefur undanfarið lagt leið sína til Vestmannaeyja á þjóhátíð en hefur ekki tök á að vera þar um helgina sökum manneklu og fjárskorts.

Þótt hópurinn komist ekki til Eyja hefur hann þegar sent fjöldan allan af bolum, merkjum og límmiðum með flugi sem hljómsveitir á svæðinu munu dreifa með sérstakri skotbyssu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×