Fótbolti

Kári: Heimskulegt að spila fótbolta á gervigrasi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Malmö.
Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Malmö. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er einn þeirra sem vill ekki að fótbolti sé spilaður á gervigrasi. Þetta segir hann í samtali við sænska fjölmiðla.

„Mér finnst heimskulegt að spila á gervigrasi. Það er ekki almennilegur fótbolti,“ segir Kári í viðtali sem birt er á Fotbollskanalen.

„Ég held að mörg lið í heiminum séu sammála því enda ekki margir útsendarar sem fylgjast með leikjum sem fara fram á gervigrasi. Það hef ég að minnsta kosti heyrt,“ sagði hann enn fremur.

Lið hans, Malmö, byrjaði að æfa á grasi 23. janúar og hann segir að það sé allt annað líf en að æfa á gervigrasi. „Það er tíu sinnum betra,“ segir hann.

Kári á eitt ár eftir af samningi sínum við Malmö en vill framlengja hann. „Já, auðvitað. Mér líkar vel við borgina og félagið. Mér líður virkilega vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×