Tónlist

Kaleo til Akureyrar

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin Kaleo spilar á Akureyri 28. desember.
Hljómsveitin Kaleo spilar á Akureyri 28. desember. Mynd/Baldvin Vernharðsson
Búast má við að Akureyringar og nærsveitarmenn flykkist á Græna hattinn 28. desember þegar Jökull Júlíusson og félagar í Kaleo stíga þar á svið.

Þetta verða síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í bænum í langan tíma. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hefur hljómsveitin gert plötusamning við Atlantic Records og „publishing“-samning við Warner/Chappell.

Strákarnir eru að hefjast handa við gerð annarrar plötu sinnar en fyrsta lagið af henni, All the Pretty Girls, fór í spilun í sumar. Það hefur fengið fádæma góðar viðtökur og verið spilað 1,3 milljón sinnum á tónlistarveitunni Spotify. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×