Reykjavík síðdegis - Gullnir punktar fyrir bílinn áður en farið er í ferðalagið.

Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. 1. Fara yfir ástand bílsins. Kíkja á ástand dekkjana, skoða vatn og glussa. Athuga herslu á felgum. 2. Mæla loftþrýsting miðað við hleðslu. - Miði með töflu við bensínlok eða hurðarstaf í flestum bílum. 3. ALLIR spenni beltin, ALLTAF. 4. Stilla höfuðpúðana. Höndin á höfuðið, þ.e. höfuð og púði í sömu hæð. 5. Börnin alltaf í réttu barnasæti. - Barnastóll sem snýr aftur má aldrei vera við loftpúða í framsæti. Beltin rétt spennt á stól og barn. 6. Hleðsla farangurs. Þungir hlutir neðst og bundnir niður. Nota festingar. 7. Ekki aka þreyttur, undir áhrifum áfengis eða lyfja. Stoppa reglulega.... 8. Athygli við aksturinn. Minnka truflun frá farþegum. Ekki tala í síma. Ökumaður stjórni í bílnum, ekki aðrir. 9. Ný tegund vegfarenda á Íslandi. Erlendir gestir á okkar vegum. Annar skilningur á vegakerfi og venjum en hjá okkur um þessa helgi sérstaklega 10. Vakandi fyrir umhverfinu. Er það hér sem ég vil fara útaf...... 11. Ef óhapp á sér stað, stjórna atburðarásinni eftir bestu getu. 12. Láta bílinn renna í háum gír. Lokast fyrir eldsneyti á nýjum bílum. 13. Jafn hraði í háum gír. Forðast inngjafir. Nota "cruise control" 14. Halda umferðarhraða. Tilgangslaust að taka framúr. 15. Þeir sem aka hægar, nota speglana og hleypa framúr þegar öruggt er.

219

Vinsælt í flokknum Reykjavík síðdegis

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.