Hjaltalín - Engill alheimsins

Vísir frumsýnir hér myndband við nýtt lag Hjaltalín úr leiksýningunni Englar alheimsins, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Lagið Engill alheimsins er eitt af þeim lögum sem eru í sýningunni. Textinn við lagið er eftir Pálma Örn Guðmundsson, bróður Einars Más Guðmundssonar, höfundar Engla alheimsins. Verkið er að hluta til byggt á ævi Pálma. Högni Egilsson syngur ljóð Pálma við lagið sem tekið var upp í stúdíói Hjaltalíns en í sýningunni fer Atli Rafn Sigurðarson með hlutverk hans. Myndbandið er eftir Helenu Stefánsdóttur og Arnar Stein Friðbjarnarson en þau vinna einnig myndbandsverk í sýningunni. Leikgerð Þjóðleikhússins er eftir Símon Birgisson og Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra.

29771
04:19

Vinsælt í flokknum Tónlist