Sagði hópi 12 ára krakka að grjóthalda kjafti á Hustlers

Kvikmynd vikunnar í útvarpsþættinum Stjörnubíó er Hustlers, sem nú er sýnd í bíóhúsum borgarinnar. Hún fjallar um strípimeyjar og er bönnuð innan 16 ára. Eitthvað virðist aldurstakmarkið hafa farið framhjá miðasölustarfsmönnum. Heiðar Sumarliðason, stjórnandi þáttarins, og Þóroddur Bjarnason, eigandi Kvikmynda.is, voru á sömu sýningunni í síðustu viku. Salurinn var einhverra hluta vegna fullur af 12 ára krökkum. Eftir að fyrri hluti myndarinnar hafði verið dómineraður af ólátum ungmennanna, neyddist Heiðar til að segja þeim að grjóthalda kjafti. Hér að ofan er hægt að hlýða á frásögn Heiðars og Þórodds af ævintýrum sínum í Smáralind, sem og álit þeirra á myndinni. Te og kaffi býður upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.

1749
34:47

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó