Lífið

Jón Jónsson sárþjáður og stokkbólginn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jón Jónsson er stokkbólginn eftir að hafa snúið á sér ökklann í leik í dag.
Jón Jónsson er stokkbólginn eftir að hafa snúið á sér ökklann í leik í dag.
Knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson setti mynd af stokkbólgnum ökkla sínum eftir að hafa meiðst á knattspyrnuvellinum fyrr í dag. Jón sem leikur með FH slasaðist í leik gegn Víkingi Ólafsvík en FH vann leikinn 4-0.

Jón slær þó á létta strengi í texta sem fylgir myndinni og segir: „Platan Bólgin ökkli er væntanleg með vorinu.“ Hann sendi þó síðast frá sér plötuna Heim á síðasta ári.

Þá segist hann einnig hafa snúið á sér ökklann gegn sama liði árið 2010 og þarf því að passa sig sérstaklega vel næst þegar hann stígur út á völlinn gegn liðinu.

Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar en hann gæti verið frá í einhvern tíma. Meiðslin munu þó blessunarlega ekki hafa áhrif á Jón tónlistarlega. Ætli hann hlaði í lagasmíðar um meiðslin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×