Innlent

Jón hlaupari látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón eftir þáttöku sína í Reykjavíkurmaraþoninu 2011.
Jón eftir þáttöku sína í Reykjavíkurmaraþoninu 2011. Vísir/Valli
Jón G. Guðlaugsson, betur þekktur sem Jón hlaupari er látinn 90 ára að aldri. Hann lést þann 4. desember á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Mbl.is greinir frá.

Jón gekk yfirleitt undir nafninu Jón hlaupari og var hann fyrstur Íslendinga til að hlaupa löglegt maraþon en það gerði hann árið 1968. Sumarið 1975 hljóp hann 200 sjómílur eða 370 kílómetra á einni viku í tilefni þess að landhelgi Íslands var færð út í 200 mílur.

Að því er kemur fram í Afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands tók Jón þátt í 30 maraþonhlaupurum, þar af 28 sinnum í Reykjavíkurmaraþoninu, oftast allra.

Síðasta hlaupið sem Jón tók þátt í var Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta í sumar. Jón fæddist 3. apríl 1926 en útför Jóns fer fram 16. des­em­ber frá Höfðakapellu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×