Innlent

Jón Gnarr vekur lukku sem Fröken Reykjavík

Jón Gnarr vakti mikla lukku sem hin hamingjusama Fröken Reykjavík.
Jón Gnarr vakti mikla lukku sem hin hamingjusama Fröken Reykjavík. Mynd/Valli
Borgarstjórinn lætur ekki sitt eftir liggja á Hinsegin dögum, en hann trónaði hátt yfir höfðum vegfarenda, klæddur upp sem Fröken Reykjavík, og rak upp gleðióp þar sem hann sigldi með gleðigöngunni í áttina að Arnarhóli.

Fröken Reykjavík kastaði rósum til áhorfenda, veifaði og skríkti af gleði að sögn vegfarenda, en meðlimir Besta Flokksins gengu svo í fylkingu á eftir hamingjusömu frúnni.

Fyrir ári síðan tók Jón einnig virkan þátt í Gleðigöngunni en þá var hann klæddur upp sem frú á miðjum aldri og gladdi hjörtu viðstaddra.

Gleðigangan er nú að mestu leyti komin framhjá Arnarhóli, lokastöð göngunnar, en þar taka við útitónleikar í sólinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×