Lífið

Jólasveinninn gefur ekki bara í skóinn - hann mætir líka á tónleika

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/valli
X-Mas, hinir árlegu styrktartónleikar útvarpsstöðvarinnar Xið 977, voru haldnir í Gamla bíói í gærkvöld.

Fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna lagði málefninu lið og að þessu sinni rennur allur ágóði óskiptur til Unglingadeildar SÁÁ. 

Þeir sem komu fram að þessu sinni voru Agent Fresco, Art Is Dead, Dimma með Bubba Morthens, Jónas Sig, Kaleo, Kiriyama Family, Morðingjar, Strigaskór 42, Valdimar, Vintage Caravan, Þröstur Upp á Heiðar og Úlfur Úlfur.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum var góð stemning á tónleikunum og var jólasveinninn meðal þeirra sem voru í rokna stuði.

Kristín og Auðna.
Iðunn og Ásta.
Aron og Áslaug.
Jólasveinninn í banastuði.
Valdimar þenur raddböndin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×