Lífið

Johnny Depp hélt skrýtna ræðu og gæti verið á leið í meðferð

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá Johnny Depp að halda ræðuna umdeildu.
Hér má sjá Johnny Depp að halda ræðuna umdeildu. Vísir/Getty
Johnny Depp gæti verið í vandræðum heimafyrir eftir að hann hélt ræðu á verðlaunaafhendingunni Hollywood Film Awards í síðustu viku. Svo virðist sem Depp hafi verið undir einhverskonar áhrifum þegar hann hélt ræðuna.

Í ræðunni var Depp þvoglumæltur og gat varla lesið textann sem hann var beðinn um að lesa.

Mikið hefur verið rætt um ástandið á Depp í kjölfar uppákomunnar og hafa milljónir manns horft á ræðuna á Youtube. Miðillin New York Daily News greindi frá því í morgun að unnusta Depp, Amber Heard, hafi lagt til að trúlfoun þeirra verði slitið. Á vefnum Jezebel kemur fram að ráðgjafar Depp séu nú að íhuga hvernig hægt sé að láta renna af leikaranum þekkta.



Í viðtali við tímaritið Rolling Stone sagðist Depp eiga í eins konar ástarsambandi við áfengi. „Ég hef rannsakað ýmisleg vín og spíra gaumgæflilega. Og sú rannsókn hefur verið á báða vegu, því vínið og spírarnir hafa líka rannsakað mig. Og ég hef komist að því að við eigum ótrúlega vel saman. Kannski einum of vel.“ Í viðtalinu sagði hann einnig frá því að hann hefði verið edrú í átján mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×