Jóhanna Guđrún međ nýja kćrastanum á FM-hátíđ

 
Lífiđ
09:30 12. JÚNÍ 2010
Söngkonan Jóhanna Guđrún á FM-hátíđini ásamt nýja kćrastanum.
Söngkonan Jóhanna Guđrún á FM-hátíđini ásamt nýja kćrastanum.

Hlustendaverðlaun FM 957 voru haldin á Nasa á fimmtudagskvöld. Fjölmörg kunn andlit létu sjá sig á hátíðinni, þar á meðal söngkonan Jóhanna Guðrún sem mætti með nýjan kærasta upp á arminn. Dikta var sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun.

Stutt er síðan Séð og heyrt greindi frá því að Jóhanna Guðrún væri kominn með nýjan kærasta. Hann heitir Davíð Sigurgeirsson og er gítarleikari í hljómsveitinni Perlu. Þau héldust í hendur á verðlaunahátíðinni og virtist fara vel á með þeim.

Hljómsveitin Dikta stal senunni á hátíðinni með því að hrifsa til sín fern verðlaun. Hún var valin besta hljómsveitin og fékk verðlaun fyrir besta lagið, Thank You, og bestu plötuna, Get It Together. Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu var sömuleiðis valinn besti söngvarinn.

Söngkona ársins var kjörin Emilíana Torrini og Páll Óskar hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína á tónleikum. Þá var popparinn Friðrik Dór valinn besti nýliðinn og rapparinn Erpur Eyvindarson besti sólótónlistarmaðurinn.

„Þetta gekk fínt. Það var kjaftfullt hús og ógeðslega góð stemning. Dikta var klárlega sigurvegari kvöldsins," segir Svali á FM 957, sáttur við hátíðina.stemning Stemningin á Nasa var mjög góđ og ađ sjálfsögđu var fullt út úr dyrum.
stemning Stemningin á Nasa var mjög góđ og ađ sjálfsögđu var fullt út úr dyrum.


erpur Rapparinn Erpur Eyvindarson tekur á móti verđlaunum sem besti sólótónlistarmađurinn.
fréttablađiđ/vilhelm
erpur Rapparinn Erpur Eyvindarson tekur á móti verđlaunum sem besti sólótónlistarmađurinn. fréttablađiđ/vilhelmrikka og auddi Sjónvarpsfólkiđ Friđrika Hjördís Geirsdóttir og Auđunn Blöndal veittu verđlaun.
rikka og auddi Sjónvarpsfólkiđ Friđrika Hjördís Geirsdóttir og Auđunn Blöndal veittu verđlaun.


haffi haffi Tónlistarmađurinn Haffi Haff steig á sviđ og söng efni af sinni nýjustu plötu, Freak.
haffi haffi Tónlistarmađurinn Haffi Haff steig á sviđ og söng efni af sinni nýjustu plötu, Freak.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Jóhanna Guđrún međ nýja kćrastanum á FM-hátíđ
Fara efst