Lífið

Jeremy Lin tekur „running man“ dansinn á Íslandi - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lin er að skemmta sér vel hér á landi.
Lin er að skemmta sér vel hér á landi. vísir
Körfuboltastjarnan Jeremy Lin hefur síðustu daga verið á landinu og komið víða við. Hann spilaði meðal annars körfubolta við Júlíus Orra Ágústsson, 14 ára Akureyring, um síðustu helgi og greindi bæði Vísir og ESPN frá viðureign þeirra.

Lin spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni og virðist hann skemmt sér nokkuð vel hér á landi ef marka má myndband sem Lin deildi á internetinu. Þar má sjá hann taka hinn fræga „running man“ dans með félögum sínum út í íslenskri náttúru.

Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum.

Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Hér að neðan má sjá Lin taka virkilega falleg dansspor. Þar má einnig sjá myndir sem hann hefur deilt á Instagram-síðu sinni á ferð sinni um Ísland. 

Views

A photo posted by Jeremy Lin (@jlin7) on


Tengdar fréttir

ESPN fjallar um leik Júlíusar Orra gegn Jeremy Lin

Einn virtasti íþróttafréttamiðill Bandaríkjanna, ESPN, fjallar í kvöld um leik Júlíusar Orra Ágústssonar gegn NBA-stjörnunni Jeremy Lin en þeir tóku einn-á-einn í bakgarðinum hjá Júlíusi á Akureyri í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×