Lífið

Jarvis Cocker heimsækir Andra Snæ

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jarvis til vinstri og Andri til hægri.
Jarvis til vinstri og Andri til hægri. vísir/getty & stefán
Útvarpsþátturinn Lava and Ice var fluttur á BBC Radio 4 á mánudag en þátturinn er í umsjón Jarvis Cocker sem er hvað þekktastur fyrir að vera forsöngvari bresku sveitarinnar Pulp.

Þátturinn fjallar um Ísland og er annar af tveimur þáttum sem Jarvis tók upp hér á landi fyrir stuttu.

Í þættinum eyðir Jarvis miklum tíma á Snæfellsnesi og talar meðal annars við Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða og tónlistarmann. 

Þá heimsækir Jarvis einnig rithöfundinn Andra Snæ Magnason á Melrakkasléttu en Andri sagði frá heimsókninni á heimsíðu sinni fyrir stuttu. Andri fræðir hann meðal annars um Jónsmessu og þá trú að selir fari úr hömum sínum á Jónsmessunótt.

Jarvis fær einnig að eyða tíma með fjölskyldu Andra á kvöldvöku þar sem til dæmis er sungið lagið Dagný.

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×