Innlent

Jarðhræringar í Kötlu ekki gosórói

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli.
Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA
„Oft er mikil virkni innan Kötluöskjunnar á sumrin, og oftast mest í júlí,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Einar segir að virkni í Kötlu í nótt tengist fremur jarðhitavatni og jarðhita undir öskjunni heldur en að um gosvirkni sé að ræða.

„Þetta er fyrst og fremst vegna jarðhitavirkni undir jöklinum. Þessir skjálftar sem komu í nótt og skjálftahrinan sem fylgdi í kjölfarið, benda til þess að þarna sé jarðhitavatn, eða jarðhiti undir öskjunni. Við höfum ekki tekið eftir neinum gosóróa í kjölfarið og ekkert bendir til þess að þetta sé eldvirkni.“

„Við fylgjumst mjög vel með þessu og skjálftavirkninni undir jöklinum en tengjum þetta við jarðhitavatn og erum fyrst og fremst að fylgjast með þessu í tengslum við flóð undan Mýrdalsjökli,“ segir Einar.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×