Innlent

Jákvæð afkoma sjötta árið í röð

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Árangur í rekstri gerir endurnýjun vagnaflota mögulega.
Árangur í rekstri gerir endurnýjun vagnaflota mögulega.
Afkoma Strætó bs. var jákvæð um 370 milljónir árið 2014 samkvæmt ársreikningi sem samþykktur var af stjórn á fundi þann 27. febrúar síðastliðinn.

„Það að afkoman sé jákvæð enn eitt árið gerir okkur kleift að halda áfram að bæta og efla þjónustuna og vagnaflotann sem skilar sér í betri þjónustu,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Farþegum okkar heldur áfram að fjölga líkt og undanfarin ár, sem er ánægjulegt.“

Þetta er sjötta árið í röð sem afkoma fyrirtækisins er jákvæð.

Farþegum Strætó fjölgaði um 4,4 prósent á árinu 2014 frá árinu á undan, eða úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 10,3 milljónir. Tekjur af fargjöldum jukust hins vegar um 3,9 prósent, úr tæplega 1.421 milljón í tæpar 1.477 milljónir.

Afkoma fyrirtækisins er lakari árið 2014 en 2013 og skýrist það fyrst og fremst af því að framlag ríkisins var 80 milljónum króna lægra en árið áður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×