MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 18:15

Kvöldfréttir Stöđvar 2 í beinni

FRÉTTIR

Jafnt hjá KR og Selfossi | Leiknir vann granna sína

 
Íslenski boltinn
20:09 19. FEBRÚAR 2017
Pálmi Rafn var á skotskónum gegn Selfossi.
Pálmi Rafn var á skotskónum gegn Selfossi. VÍSIR/HANNA
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Tveir leikir fóru fram í riðli 2 í Lengjubikar karla í dag. Leikirnir fóru báðir fram í Egilshöllinni.

KR og Selfoss skildu jöfn, 2-2. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Ivan Martinez Gutierrez kom Selfyssingum yfir á 11. mínútu en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á þeirri tuttugustuogníundu.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 42. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði James Mack metin í 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.

Í hinum leik dagsins vann Leiknir R. 1-2 sigur á Fylki í Reykjavíkurslag. Bæði þessi lið leika í Inkasso-deildinni í sumar.

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom Leikni yfir á 22. mínútu en Oddur Ingi Guðmundsson jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik.

Það var svo Sævar Atli Magnússon sem skoraði sigurmark Leiknismanna á 56. mínútu. Lokatölur 1-2, Breiðhyltingum í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Jafnt hjá KR og Selfossi | Leiknir vann granna sína
Fara efst