Innlent

Jafnaðarmenn og Moderaterna orðnir of líkir

Atli Ísleifsson skrifar
Göran Persson gegndi embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1996 til 2006.
Göran Persson gegndi embætti forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1996 til 2006. Vísir/AFP
Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að árangur Svíþjóðardemókrata í nýafstöðnum þingkosningum megi ekki síst rekja til þess að stóru flokkarnir tveir séu orðnir of líkir hvor öðrum. „Það er engin önnur leið til að koma mótmælum sínum á framfæri.“

Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Agenda sem sýndur verður á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld og sagt er frá á vef SVT. Persson gagnrýnir þar Jafnaðarmannaflokkinn sem hann leiddi á árunum 1996 til 2007, og segir hann hafa færst of nálægt hægri flokki Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra. Sú þróun hafi meðal annars skilað sér í auknu fylgi til Svíþjóðardemókrata.

„Með úrslitum þingkosninganna höfum við fengið almennilega viðvörun, sannkallaðan kinnhest fyrir Stokkhólmskerfið. Þannig les ég í þetta. Árangur Svíþjóðardemókrata – það er ekki hér í Stokkhólmi sem þeim gengur vel heldur annars staðar í Svíþjóð. Þar er lélegt farsímasamband, lestir ganga ekki, ellilífeyrir er of lágur, störf hverfa, ungmenni flytja á brott, landbúnaður leggst af. Allt þetta birtist okkur með þessum hætti,“ en Svíþjóðardemókratar hlutu 13 prósent fylgi í þingkosningunum og eru nú orðnir þriðji stærstu flokkurinn á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×