Fótbolti

Íslenskur strákur fylgir liðunum út á völlinn á morgun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna fyrir tæpu ári síðan.
Úr fyrri leik liðanna fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Villi
Átta ára íslenskur drengur, Gunnar Eggink, mun fylgja leikmönnum Hollands og Íslands inn á völlinn fyrir leik liðanna á Amsterdam Arena í undankeppni EM annað kvöld.

Þetta kemur fram á Fotbolti.net í dag. Gunnar á íslenska móður, Helgu Garðarsdóttir og hollenskan föður en fjölskyldan er búsett í Hollandi.

Tók Gunnar þátt í sérstakri myndasamkeppni í Hollandi en hann teiknaði mynd úr leik AZ Alkmaar og Feyenoord. Lét hann síðan myndinni fylgja langt bréf sem hann skrifaði sem útskýrði afhverju honum fyndist að hann ætti að vera valinn.

Var hann valinn og fær því að labba með leikmönnunum inn á völlinn fyrir leik á morgun. Mun hollenska sjónvarpið fylgja honum eftir á leikdegi eftir að það kom í ljós að drengur sem ætti rætur að rekja til landanna tveggja myndi leiða leikmennina út á völlinn.

Lét Gunnar framleiða sérstakan bol sem sjá má hér sem hann mætir í á völlinn en hann mun fá sér búning frá hollenska knattspyrnusambandinu þegar gengið verður inn á leikvöllinn sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×