Lífið

Íslenski sendiherrann bauð í partý

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Vín.
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Vín.
Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Vín, bauð þátttakendum Eurovision í veislu í gærkvöldi. Hver og einn fékk tækifæri til að kynna land sitt og þjóð ásamt því sem íslenskur karlakór tók lagið og sýndar voru myndir frá Íslandsstofu.

„Við fengum þennan frábæra þaksal þar sem við sjáum yfir Vínarborg og þrátt fyrir að Ísland hafi dottið út þá höldum við okkar striki, að sjálfsögðu,“ sagði Auðunn í samtali við Davíð Lúther hjá Silent.

Veislan stóð yfir í níutíu mínútur og var hin glæsilegasta. Myndskeið frá veisluhöldunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×