Innlent

Íslenska kokkalandsliðið með annað gull á HM

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kokkalandsliðið fagnaði gullinu.
Kokkalandsliðið fagnaði gullinu. Vísir / Viktor Örn
Íslenska kokkalandsliðið vann í dag gullverðlaun fyrir kalda borðið á heimsmeistaramóti sem fram fer í Lúxemborg.

Þetta er annað gullið sem íslenska liðið vinnur í keppninni en fyrr í vikunni sigruðu þeir með heita borðið sitt.

Á morgun kemur svo í ljós hvar liðið lendir í heildarkeppninni þar sem allir flokkar eru taldir saman. Úrslitin verða kynnt um hádegi.

Landsliðið skipa þau Hafliði Halldórsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Viktor Örn Andrésson, Hafsteinn Ólafsson, Hrafnkell Sigríðarson, Garðar Kári Garðarsson, Ari Þór Gunnarsson, Ylfa Helgadóttir, Axel Clausen, Fannar Vernharðsson, Bjarni Siguróli Jakobsson, Daníel Cochran og María Shramko


Tengdar fréttir

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM

Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×