Lífið

Íslendingur slær í gegn með nýju Star Wars myndbandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthew McConaughey grætur.
Matthew McConaughey grætur. Skjáskot úr myndbandinu.
Myndband sem leikstjórinn Óskar Örn Arnarson tók saman með því að sameina á einstakan hátt brot úr kvikmyndinni Insterstellar og nýrri stiklu úr Star Wars hefur vakið mikla athygli. Yfir 35 þúsund manns hafa horft á myndbandið á YouTube en það er einnig í sjöunda sæti á forsíðu Reddit þegar þetta er skrifað.

Í myndbandinu sem Óskar tók saman má sjá það sem virðast vera viðbrögð Matthew McConaughey við stiklunni. Í umræddu atriði í Interstellar er McConaughey að horfa á skilaboð frá síðustu tuttugu árum af ævi dóttur sinnar og fjölskyldu. Hann gerir sér grein fyrir að hann er búinn að missa af miklu og brest í grát.

Vísir greindi frá því í gær að stikla úr Star Wars myndinni, þeirri sjöundu sem frumsýnd verður í desember, væri komin á netið. Þá var sömuleiðis greint frá því að tökulið Star Wars yrði við vinnu hér á landi næstu dag.

Ekki náðist í Óskar Örn við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×