Innlent

Íslendingum ráðlagt að leggja tímanlega af stað á völlinn í Nice

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslenskir stuðningsmenn á leik Íslands og Ungverjalands.
Íslenskir stuðningsmenn á leik Íslands og Ungverjalands. vísir/vilhelm
Það tekur um 70 mínútur að komast frá stuðningsmannasvæðinu við ströndina í Nice að leikvanginum Allianz Riviera þar sem leikur Íslands og Englands fer fram í kvöld.

Reglulegar rútuferðir verða frá stuðningsmannasvæðinu á völlin í dag en leikurinn hefst klukkan 21 að staðartíma og seinasta rútuferðin er klukkan 19:15. Fólki er þó ráðlagt að leggja fyrr af stað þar sem búist er við mikilli umferð í þessa átt vegna leiksins og það tekur eins og áður segir rúman klukkutíma að koma sér á Allianz Riviera.

 

Um 45 mínútna akstur er með rútu frá stuðningsmannasvæðinu. Hún stoppar svo við síðasta hringtorg og þaðan er um 20 mínútna labb á völlinn. Það kostar 3 evrur fram og til baka að fara með rútunni en framvísa þarf miða á leikinn til að komast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×