Lífið

Íslendingar yfirspenntir á Twitter: Breska fánanum flaggað í hálfa stöng í Nice

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Breska fánanum flaggað í hálfa stöng í Nice.
Breska fánanum flaggað í hálfa stöng í Nice. Mynd/Steingrímur Sævarr
Það styttist óðum í það sem margir kalla stærsta leikinn í íslenskri knattspyrnusögu þegar Ísland og England mættast á Evrópumótinu í Frakklandi í Nice í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 21 að staðartíma, klukkan 19 að íslenskum tíma, og verður um 23 stiga hiti og sólin farin að setjast. 

Íslendingar eru að fara úr límingunum fyrir leikinn og nota margir tækifærið, hanga á samfélagsmiðlum, og láta gamminn geisa. 

 

Steingrímur Sævarr náði skemmtilegri mynd á ströndinni í Nice. Sumir eru ekki í hitanum í Nice en samt orðnir kófsveittir. Sumir rifja upp skemmtileg atriði úr íslenskum bíómyndum, Nýtt Líf. Kristjana syngur Ég er kominn heim í morgunsárið. Þessi er búinn að hengja upp íslenskan fána í vinnunni. DJ Margeir gefur Hannesi Þór Halldórssyni nýtt millinafn. Selma er kominn með í magann. Kata Júl er spennt. Íslenskir stuðningsmenn eru víða. Sumir rifja upp Icesave deiluna. Wayne Rooney og Aron Einar munu takast á í dag. Staðreyndir úr fyrsta landsleik þjóðanna rifjaðar upp. Danir munu fylgjast með leiknum í kvöld. Jón Gunnar hefur það gott í Nice. Einar Hjörleifsson slær á létta strengi. Dagur Hjartarson með stjórnmálaskýru.

Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×