Innlent

Íslendingar ferðast mest til annarra Evrópulanda í sumar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Danmörk trónir á toppi listans eins og svo oft áður.
Danmörk trónir á toppi listans eins og svo oft áður. Vísir/Getty
Danmörk, Spánn og Bretland eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga í sumar ef marka má leitargögn Dohop. Dohop er vinsæll ferðaleitarvefur á Íslandi og lofar því að geta fundið ódýrustu flugin, hótelin og bílaleigubílana.

Samkvæmt leitargögnum síðunnar dagana 7. júlí til 8. ágúst eru eftirtalin tíu lönd þau vinsælustu meðal Íslendinga:

1. Danmörk

2. Spánn

3. Bretland

4. Þýskaland

5. Noregur

6. Ítalía

7. Frakkland

8. Bandaríkin

9. Grænland

10. Svíþjóð

Íslendingar sækja því greinilega mest í Evrópulöndin en Bandaríkin eru eina landið utan Evrópu sem nær inn á listann. Nágrannalönd okkar, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, halda áfram að vera vinsælir áfangastaðir enda stutt að fara í sólina þangað.

Ef borgir eru skoðaðar kemur í ljós að Spánn á flestar borgir á listanum yfir tíu vinsælustu borgir á meðal Íslendinga. Þannig er Barcelona í 5. sæti, Alicante í 6. sæti og Tenerife í 8. sæti. Á listanum eru aðrar Evrópuborgir; Osló, Kaupmannahöfn, Berlín, Billund, London, París og Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×