Innlent

Íslendingar fæstir en sterkastir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
VÍSIR/VILHELM
Ekkert land með lið í átta liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem nú fer fram í Frakklandi er fámennara en Ísland. Þá býr ekkert land yfir jafn sterkum borgurum og Ísland. Hins vegar eru mun færri skráðir fótboltamenn á Íslandi en í hinum löndunum sjö. Samkvæmt heimslista FIFA eru Íslendingar með sísta karlalandsliðið á meðal þjóðanna átta en þriðja besta kvennalandsliðið.

Átta liða úrslitin eru nú hálfnuð. Portúgalar unnu Pólverja 5-3 í vítaspyrnukeppni á fimmtudag og Wales vann Belgíu 3-1 í gær. Þá etja Þjóðverjar og Ítalir kappi í kvöld og eins og flestir vita keppa strákarnir okkar við heimamenn, Frakka, annað kvöld í París. 





Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×