Lífið

Íslandsferð brimbrettagaura hlýtur verðlaun Surfer Magazine

Atli Ísleifsson skrifar
Joe G. leikstýrir myndinni.
Joe G. leikstýrir myndinni.
Kvikmyndin Strange Rumblings sem segir meðal annars frá ferð þriggja brimbrettamanna til Íslands hlaut í vikunni sérstök verðlaun tímaritsins Surfer Mag í flokknum „Kvikmynd ársins“.

Joe G. leikstýrir myndinni en í henni er fylgst með þeim Nate Tyler, Dion Agius og Brendon Gibbens þar sem þeir kynnast landi og þjóð ásamt því að bruna á brimbrettum sínum við strendur Íslands. Í myndinni fara félagarnir jafnframt til Mósambik, Brasilíu og Indónesíu.

Í kynningarmyndbandi má sjá brot úr Íslandshluta myndarinnar þar sem sjá má brimbrettabrun mannanna. Sjá má myndbandið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×