Innlent

Ísland með 25. bestu heilbrigðisþjónustu í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/VIlhelm
Heilbrigðisþjónusta er hvergi betri í Evrópu en í Frakklandi. Á heimsvísu er hún þó best í Japan. Þetta eru niðurstöður greiningarfyrirtækisins Numbeo. Ísland er í 67. sæti á heimsvísu, en í því 25. í Evrópu.

Numbeo birtir þennan lista reglulega, en hann tekur tillit til gagna um hæfileika heilbrigðisstarfsfólks, kostnað, búnað og hraða kerfisins.

Business Insider hefur greint kortið með tilliti til Evrópu þar sem í ljós kemur að Frakkland sé með bestu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Malta er í öðru sæti og Danmörk í því þriðja. Svíþjóð er í sjöunda og Noregur er í tíunda sæti.

Makedónía er í neðsta sæti á Evrópulistanum og Úkraína næst neðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×