Innlent

Ísland í dag: Lifa á frisbígolfi

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Frisbígolf er íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hérlendis. Vinsælasti frisbígolfvöllur landsins er á Klambratúni þar sem yfir þúsund manns spila en samtals verða átján vellir á landinu í lok sumars.

Íþróttin er einföld, notast er við golfreglur en frisbídiskar notaðir í staðinn fyrir kúlur og kylfur. Nóg er að eiga einn disk og ekkert kostar að spila á völlunum.

Ríkjandi Þýskalands- og Evrópumeistari, Simon Lizotte, var staddur hérlendis nýverið ásamt kennaranum sínum, Avery Jenkins, sem varð heimsmeistari í greininni 2009 og kenndu þeir áhugasömum helstu trikkin. Báðir eru þeir atvinnumenn í frisbígolfi, ferðast um heiminn og keppa og lifa á verðlaunafé og framlögum styrktaraðila.

„Menn tengja þetta oft við sippubönd eða húllahringi en frisbígolf er mikil keppnisíþrótt og nokkur þúsund atvinnumenn til,“ segir Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolfsambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×