Innlent

Innanlandsflug fellur niður

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs
Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs vísir/stefán
Búið er að aflýsa tveimur flugferðum í dag, til Húsavíkur og Vestmannaeyja, vegna veðurs. Allar aðrar flugferðir virðast þó á ætlun, innan- og utanlandsflug.

Vonskuveður er í vændum og hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér viðvaranir vegna þessa, þar sem fólk er helst hvatt til að halda sig innandyra. Raskanir verða á almenningssamgöngum, en í tilkynningu frá Strætó er fólki ráðlagt að fylgjast með á Strætó.is. Þá hefur lögreglan beðið fólk um að fara ekki af stað út í umferðina nema á vel búnu ökutæki.

Skólahald á höfuðborgarsvæðinu virðist óbreytt, en samkvæmt RÚV fellur það niður í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppsjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri, Bergi á Kjalarnesi, Heiðaskóla í Hvalfajrðarsveit og Klébergsskóla á Kjalarnesi.

Þá fellur fyrri ferð Herjólfs niður í dag vegna veðurs. Athugun verður á seinni ferð dagsins um klukkan 14 í dag.


Tengdar fréttir

Raskanir á ferðum strætó í dag

Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×