Íslenski boltinn

Ingvar Kale hættur hjá Víkingi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/stefán
Ingvar Kale markvörður Víkings í Pepsí deild karla í sumar tilkynnti á Facebook síðu sinni að hann muni ekki semja aftur við Víking og leita á önnur mið.

Ingvar segir að engin leiðindi hafi komið upp á milli hans og félagsins. Hann hafi einfaldlega ákveðið að leita á önnur mið.

„Þá er ákveðið að ég mun ekki semja aftur við mitt uppeldisfélag Víking. Engin leiðindi, samningar náðust einfaldlega ekki þrátt fyrir flottan árangur á síðustu tveimur árum. Ég vill nota tækifærið og þakka þjálfurum, leikmönnum, stuðningsmönnum og öllum þeim sem komu að liðinu fyrir ómetanlegan tíma. Framtíðin er því óráðin en með jákvæðu viðhorfi eru allar dyr opnar,“ segir Ingvar á Facebook.

Víkingur tryggði sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar og var með danskan markvörð, Thomas Nielsen á reynslu í vikunni eins og Vísir greindi frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×