Innlent

Icesave dregur úr áhuga á ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steindór Valdimarsson býst við því að Icesavemálið hafi haft áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Mynd/ Daníel.
Jón Steindór Valdimarsson býst við því að Icesavemálið hafi haft áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Mynd/ Daníel.
Icesave málið hefur dregið úr áhuga á Íslendinga á inngöngu í Evrópusambandið, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Í nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir SI kemur fram að aldrei hafa fleiri verið andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins hóf að láta gera kannanir um Evrópumálin. Um 50% svarenda segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynntir.

„Ég átti von á því að andstæðingum aðildar myndi fjölga og fylgjendum fækka. Hins vegar átti ég ekki von á því að það yrði svona mikil sveifla," segir Jón Steindór. Hann segir að umræðan í þjóðfélaginu hafi verið neikvæð í garð útlendinga og erlendrar samvinnu að undanförnu. „Og er þar nú sennilega fyrst að telja áhrifin frá Icesave málinu," segir Jón Steindór. Hann bendir þó á að erfitt sé að segja um þetta með vissu. Um hreina ágiskun sína sé að ræða.

Jón Steindór segir að nú geti menn farið að snúa umræðunni að efnisatriðum varðandi aðild að ESB og þá ætti afstaðan til inngöngu að geta breyst „Vonandi verða mál eins og Icesave ekki til að trufla þá umræðu," segir Jón Steindór.




Tengdar fréttir

Andstaðan við aðild að ESB er í hámarki

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×