Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Forsætisráðherra segir algjörlega raunhæft að samþykkja breytingar á stjórnarskrá fyrir kosningar en hann lagði fram frumvarp þess efnis í dag. Alþingi muni starfa fram í september og hugsanlega fram í október. Rætt verður við forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Einnig verður rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis en hann kynnti fyrir þingflokksformönnum í dag að þingið muni starfa lengur en út næstu viku, eins og starfsáætlun gerði ráð fyrir.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við forstjóra Vinnueftirlitsins um slys á Selfossi þar sem kona slasaðist lífshættulega er hún féll af svölum við atvinnuhúsnæði. Þá verður einnig fjallað um búrkíni en tutttugu og sex bæjarfélög í Frakklandi hafa nú bannað konum að klæðast svokölluðum búrkiníum, en það er efnismikill sundfatnaður sem hylur nær allan líkamann.

Við kynnum okkur salerni án kynjaskiptingar í Verzlnuarskólanum og fáum formenn Femínistafélags skólans í settið hjá Loga. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×