Lífið

Í beinni: Dagur 3 á Iceland Airwaves

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Líf og fjör á Airwaves
Líf og fjör á Airwaves Vísir/andri
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur nú sem hæst. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni en búist er við mörg þúsund manns á hátíðinni.

Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga og mun Vísir greina frá öllu því markverðasta sem gerist um helgina.

Umræðan á Twitter hefur alltaf verið fyrirferðamikil á hátíðinni og hér að neðan má fylgjast með því sem er að gerast en til að taka þátt í umræðunni þarf að hafa #icelandairwaves í færslunni.

Þá getiði fylgst með því sem hvað notendur Instragram bralla í dag með því að smella hér.

Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle er einnig mætt til landsins og verður með beina útsendingu frá KEX Hostel eins og síðustu ár. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér að neðan. 

Klukkan 13 –  Moji and The Midnight Sons

Klukkan 15:30– Digable Planets

Klukkan 18 – Adia Victoria

Klukkan 20:30 – Kate Tempest

 

Í Norræna húsinu er einnig metnaðarfull dagskrá þar sem fjöldi hljómsveita frá Skandinavíu koma fram. Tónleikarnir fara fram í nýjum tónleikasal sem kallast Svarti kassinn. 

Þeir eru hluti af Off-venue dagskrá Airwaves og er aðgangur ókeypis. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsending frá Norræna húsinu. 

Dagskrá Norræna hússins í dag:

13:00     I Am Soyuz (SE)

14:00     Heiðrik

15:00     Small Time Giants (GL)

16:00     Rökkvi (FO)

17:00      VAR

18:00     X-Heart (SE/IS)

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×