Fótbolti

Í bann fyrir að veðja á leiki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Olic í leik með 1860.
Olic í leik með 1860. vísir/getty
Hinn króatíski framherji 1806 München, Ivica Olic, hefur verið settur í bann fyrir að veðja á leiki í deildinni sem hann spilar í.

Þýska knattspyrnusambandið segir að Olic hafi ekki veðjað á leiki eigin liðs. Ekkert bendi heldur til þess að reynt hafi verið að hagræða úrslitum leikja. Hann veðjaði fyrir alls 2,5 milljónir króna.

„Þetta voru auðvitað stór mistök hjá mér. Þetta voru ekki háar fjárhæðir. Aðeins afþreying hjá mér. Ég er miður mín yfir þessu,“ sagði Olic en félagið ætlar að sekta hann fyrir athæfið.

Framherjinn er fjórði landsleikjahæsti leikmaður í sögu króatíska landsliðsins.

Hann gekk í raðir 1860 síðasta sumar en hann var áður hjá Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×