Innlent

Í annarlegu ástandi með stolnar númeraplötur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þeir sem lögreglan hugaði að voru í slæmu ásigkomulagi.
Þeir sem lögreglan hugaði að voru í slæmu ásigkomulagi. vísir
Í hádeginu í dag hafði lögreglan í Garðabæ afskipti af pari sem var í bíl fyrir utan verslun þar í bæ. Parið var í annarlegu ástandi og þegar lögreglu bar að kom í ljós að bifreið parsins var á röngum skráningarnúmerum.

Reyndust númerin tilheyra öðru ökutæki og hafði þeim verið komið fyrir á bílnum. Að skýrslutöku lokinni var fólkið frjálst ferða sinna á nýjan leik.

Í Hlíðunum tók lögreglan mann upp í sem hafði komið sér fyrir á tröppum fyrir utan íbúðarhús þar í hverfi. Maðurinn vissi lítið í þennan heim eða annan og gat ekki gert grein fyrir ferðum sínum. Fékk hann því að gista í fangaklefa og verður þar uns víman rennur af honum.

Frá öðrum stöðvum voru engin tíðindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×