Lífið

Hvert skeið hefur sinn sjarma  

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þórey er ekki ein af þeim sem heldur upp á afmælið sitt í kyrrþey heldur nýtir tilefnið og fær til sín gesti.
Þórey er ekki ein af þeim sem heldur upp á afmælið sitt í kyrrþey heldur nýtir tilefnið og fær til sín gesti. Vísir/GVA
„Þetta eru auðvitað alvöru tímamót,“ segir Þórey Sigþórsdóttir leikari sem er fimmtug í dag. Hún kveðst aldrei hafa haft aldurskomplexa heldur fagna því að geta haldið upp á hvern áfanga.

„Hvert skeið hefur sinn sjarma og sitt stuð en það skemmtilegasta við hækkandi aldur er aukinn lærdómur og þroski.“ bendir hún á.

Þegar forvitnast er um viðfangsefni Þóreyjar lýsir hún þeim glaðlega.

„Ég er dæmigerður bogamaður með allskonar verkefni í gangi. Skutlast úr því að kenna fólki á röddina í sjálfu sér í það að undirbúa leiklestur á bresku leikriti sem heitir Andaðu í Leikfélaginu Fljúgandi fiskar á næstu vikum. Þar verða Hera Hilmars dóttir mín og Þorvaldur Davíð í hlutverkum.

Svo skýst ég í að njóta þess að sjá landið mitt með augum ferðamannsins því ég er leiðsögumaður öðru hverju. Það er gott fyrir sköpunarkraftinn að komast út undir bert loft.“

Þórey kveðst ekki vera ein af þeim sem á afmæli í kyrrþey.  

„Í dag fæ ég nánasta fólkið mitt í afmæliskjötsúpu, svo ætla ég að vera með smá partí á laugardaginn. Fólk er svo mikið hætt að droppa inn eins og gert var þegar ég var að alast upp vestur á Patreksfirði. Þá var fólk alltaf að kíkja hvert til annars enda var aldrei læst. Nú þarf tilefni.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×