Innlent

Hvalfjarðargöngum verður lokað

Birgir Olgeirsson skrifar
Göngin verða lokuð vegna árlegra haustverka.
Göngin verða lokuð vegna árlegra haustverka. Fréttablaðið/Pjetur
Hvalfjarðargöng verða lokuð í þrjár nætur í næstu viku vegna árlegra haustverka við þrif og viðhald. Lokað verður aðfaranætur þriðjudags 25., miðvikudags 26. og fimmtudags 27. október frá miðnætti til klukkan sex að morgni.

Verið er að byggja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveg og er umferð beint um hjáleið fram hjá vinnusvæðinu. Einnig er breyting á umferðarskipulagi við Hafnaveg. Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar. Áætluð verklok eru í nóvember.

Framkvæmdir eru á brúnni yfir Blöndu út nóvember, önnur akreinin er lokuð og umferð stýrt með ljósum. Athygli er vakin á því að akbraut er einungis 3,0 metrar að breidd og vegfarendur því beðnir um að gæta fyllstu varúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×