Innlent

Hvað gerist ef við töpum fyrir Hollandi?

Jakob Bjarnar skrifar
Illugi: „Það er ekki heimsendir þótt Ísland tapi fyrir Hollandi í dag. Mun mikilvægara er að vinna næstu tvo heimaleiki, gegn Kasakstan og Lettlandi.“
Illugi: „Það er ekki heimsendir þótt Ísland tapi fyrir Hollandi í dag. Mun mikilvægara er að vinna næstu tvo heimaleiki, gegn Kasakstan og Lettlandi.“
Spennustigið er að hækka verulega nú þegar tæpir þrír tímar eru í leik Íslands við Holland í undankeppni EM 2016. Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir er sérfróður um fótbolta, hefur reyndar tekið saman bækur um knattspyrnuhetjur og hann leiðir vini sína á Facebook um stöðu mála í riðlakeppninni sjálfri. Sem skiptir jú öllu máli. Hvað gerist ef við vinnum? Hvað gerist ef við töpum? Hvað gerist ef það verður jafntefli?

Það eru nefnilega ýmsir möguleikar í stöðunni en takmarkið er vitaskuld að komast á EM. Illugi kann að lesa í töflur og stöðuna í riðlinum, sem er snúin. Vísir brytjaði niður rýni Illuga og þá lítur þetta svona út:

1.

„Það er ekki heimsendir þótt Ísland tapi fyrir Hollandi í dag. Mun mikilvægara er að vinna næstu tvo heimaleiki, gegn Kasakstan og Lettlandi. Ef það tekst en aðrir leikir annarra liða fari á versta veg fyrir okkur, þá verðum við í öðru sæti fyrir lokaumferðina (þrátt fyrir tap í dag), stigi á eftir Tékkum og tveim stigum á undan Hollendingum,“ skrifar Illugi.

2.

„Þá spilum við gegn Tyrkjum á útivelli. Hollendingar taka á móti Tékkum, og ef þeim hollensku tekst ekki að vinna þá endum við í öðru sæti riðilsins, sama þó við töpum á móti Tyrkjum. Og förum beint á EM. Ef Hollendingar vinna hins vegar Tékka en við töpum fyrir Tyrkjum, þá lendum við í þriðja sæti og förum í umspil sem væri ekki gott.“

3.

„Ef Hollendingar vinna Tékka í lokaumferðinni en við gerum jafntefli við Tyrki, þá lendum við, Tékkar og Hollendingar saman í þremur efstu sætum riðilsins. Þá kemur til skjalanna markamunur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja og ef þessi (vel hugsanlegi) möguleiki kemur upp, þá er mikilvægt að hafa ekki tapað stórt gegn Hollandi.“

4.

„Ef við vinnum hins vegar Tyrki, þá skiptir engu hvað Hollendingar og Tékkar gera, við förum alltaf beint áfram. En allt snýst þetta um að vinna Kasaka og Letta.“

Það er ekki heimsendir þótt Ísland tapi fyrir Hollandi í dag. Mun mikilvægara er að vinna næstu tvo heimaleiki, gegn...

Posted by Illugi Jökulsson on 3. september 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×