Lífið

Hvað ætlar þú að gera um páskana?

Marín Manda skrifar
Ása Reginsdóttir, bloggari
Ása Reginsdóttir, bloggari
Ása Reginsdóttir, bloggari



"Ef öll plön ganga eftir að þá verða páskarnir haldnir hátíðlegir í Róm með liðsfélögum Emils og eiginkonum þeirra. Ef plönin ganga hins vegar ekki eftir, eins og vill oft gerast í ítalska boltanum, þá munum við fagna upprisu frelsarans hér í Verona. Páskalambið verður á sínum stað og svo erum við búin að fá Góu páskaegg send út sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli.“

Logi Pedro Stefánsson
Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður

„Ég verð á Ísafirði að fagna lífinu og listinni með vinum um páskahelgina. Við verðum eitthvað að skralla þarna á Aldrei fór ég suður og stíg ég þar á stokk með Highlands og Retro Stefson.“



Magnús Guðmundsson leikari

„Draumurinn væri að komast í sumarbústað, grilla, kúra og svamla í heitum potti.

Annars er mitt páskaplan bara að hitta loksins fjölskylduna mína – búin að vera mikil törn hjá mér núna. Það voru tvær frumsýningar í þessari viku, þar sem ég er að leika með Karlakór Hreppamanna og í leiksýningunni Útundan ásamt því að ég er að leikstýra leikfélaginu Peðinu.“

Hrefna Rósa Sætran, kokkur og eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins.



„Ég ætla taka upp sjónvarpsþátt með Evu Laufeyju þar sem hún kemur með mér í vinnuna og svo förum við heim að elda. Svo ætlum við fjölskyldan í sumarbústað þar sem páskalambið verður eldað og páskaeggin borðuð. Vinir okkar ætla að kíkja í mat þangað.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×