Innlent

Hundur sem lokaðist út á svölum olli ónæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs eftir að kona datt fyrir utan skemmtistað í miðbænum.
Óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs eftir að kona datt fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Hafnarfjörðinn skömmu fyrir klukkan sex í morgun. Þar hafði hundur lokast út á svölum og höfðu nágrannar hringt í lögreglu vegna gelts. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hafði eigandi hundsins ekki tekið eftir því að hundurinn hefði lokast úti. Honum var veitt tiltal og er hann sagður hafa verið miður sín vegna atviksins.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs eftir að kona datt fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Hún fékk skurð á höfuðið og far flutt á slysadeild til aðhlynningar. Önnur kona hafði farið húsavilt í Reykjavík og var að hringja á bjöllur. Einnig var reynt að brjótast inn í bílageymslu við fjölbýlishús í Reykjavík og var hurð skemmd.

Klukkan sjö í morgun höfðu lögregluþjónar afskipti af tveimur ölvuðum mönnum sem voru grunaðir um að hafa stolið reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×