Innlent

Hundrað kærðir í Lúkasarmálinu

MYND/Klara Sólrún Hjartardóttir

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort gefa eigi út ákæru á hendur hundrað einstaklingum sem lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar hefur kært fyrir meiðandi ummæli á netinu. Helgi Rafn var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri og í kjölfarið rigndi yfir hann hótunum á Netinu. Síðar kom í ljós að Lúkas reyndist við hestaheilsu.

Lögfræðingur Helga Rafns, Erlendur Þór Gunnarsson, segir að hann hafi lagt fram kæru á hendur 100 manns. Jón HB Snorrason, varalögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins tók ákvörðun um að fela lögeglunni á Akureyri rannsókn málsins og eru menn þar á bæ að fara yfir hvort og hve margir verða að endingu ákærðir í málinu.

Erlendur segir að farið verði fram á skaðabætur frá þeim sem kærðir verði. Hann sagði óljóst hve miklar bætur væri um að ræða en sagði þær vera á bilinu 100 þúsund krónur til ein milljón á hvern einstakling. Erlendur segir ennfremur að ákveði lögreglan að gefa ekki út ákærur í málinu þá verði höfðað einkamál á hendur meirihluta þeirra sem kærðir hafa verið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×