SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Hundrađ kćrđir í Lúkasarmálinu

 
Innlent
11:23 13. SEPTEMBER 2007
Hundrađ kćrđir í Lúkasarmálinu
MYND/KLARA SÓLRÚN HJARTARDÓTTIR

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort gefa eigi út ákæru á hendur hundrað einstaklingum sem lögfræðingur Helga Rafns Brynjarssonar hefur kært fyrir meiðandi ummæli á netinu. Helgi Rafn var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri og í kjölfarið rigndi yfir hann hótunum á Netinu. Síðar kom í ljós að Lúkas reyndist við hestaheilsu.

Lögfræðingur Helga Rafns, Erlendur Þór Gunnarsson, segir að hann hafi lagt fram kæru á hendur 100 manns. Jón HB Snorrason, varalögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins tók ákvörðun um að fela lögeglunni á Akureyri rannsókn málsins og eru menn þar á bæ að fara yfir hvort og hve margir verða að endingu ákærðir í málinu.

Erlendur segir að farið verði fram á skaðabætur frá þeim sem kærðir verði. Hann sagði óljóst hve miklar bætur væri um að ræða en sagði þær vera á bilinu 100 þúsund krónur til ein milljón á hvern einstakling. Erlendur segir ennfremur að ákveði lögreglan að gefa ekki út ákærur í málinu þá verði höfðað einkamál á hendur meirihluta þeirra sem kærðir hafa verið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hundrađ kćrđir í Lúkasarmálinu
Fara efst