Lífið

Hundrað fermetra hús sem þarfnast mikilla endurbóta til sölu á 57 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna þarf að vinna aðeins í endurbótum.
Þarna þarf að vinna aðeins í endurbótum. vísir
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára er með á söluskrá lítið einbýlishús við Njálsgötu 17 í miðbæ Reykjavíkur og er kaupverðið 57 milljónir.

Húsið er kjallari, hæð og ris og er það 103 fermetrar að stærð. Hæðin skiptist í forstofu, anddyri, stofu, tvö herbergi og eldhús. Í risinu eru tvö svefnherbergi  og í kjallaranum er baðherbergi, svefnherbergi og geymsla.

Í lýsingu fasteignasölunnar segir að um sé að ræða áhugaverða eign sem þarfnist aðhlynningar. Húsið er byggt árið 1910 og er því orðið 106 ára gamalt. Fasteignamat eignarinnar er 39,4 milljónir og brunabótamatið er 26,1 milljón.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×