Innlent

Hrútur braut tvær rúður

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Magnús Hlynur
Lögreglunni á Suðurlandi barst í gær tilkynning um rúðubrot í veiðihúsi við Ytri Rangá. Þar höfðu tvær rúður verið brotnar og ekki var að sjá að nokkur hefði farið inn í húsið og engu var stolið. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að skömmu seinn hafi verið hringt aftur lögreglunnar og hafði málið verið upplýst.

„Sökudólgurinn var hrútur sem sleppt hafði verið út fyrr um daginn. Hvort þarna var á ferðinni hinn kunni hrekkjalómur Salamón svarti sem þeir sem eldri eru kannast við úr samnefndri bók eftir Hjört Gíslason. Hrúturinn sá var prakkari hinn mesti sem á stundum lék lögregluna grátt,“ segir í dagbók lögreglunnar.

Líklegt þykir að hrúturinn hafi séð sjálfan sig í rúðunum og haldið að um annan hrút hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×