Lífið

Hrekkjarvökugleði haldin í Hafnarfirði

Freyr Bjarnason skrifar
Þétt dagskrá verður í bæjarbíói í Hafnarfirði á hrekkjarvökugleðinni.
Þétt dagskrá verður í bæjarbíói í Hafnarfirði á hrekkjarvökugleðinni. Fréttablaðið/Anton
Í tilefni hrekkjarvökunnar ætla Hafnfirðingar að halda íslenska hrekkjavökugleði í miðbæ Hafnarfjarðar dagana 29. okt. til 2. nóvember.

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar ásamt Miðbæjarsamtökunum, Firði Verzlunarmiðstöð, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Leikfélagi Hafnarfjarðar, Pólska menningarsambandinu og Alþjóðaskólanum hafa tekið sig saman og ætla að halda hátíðina.

Gleðin byrjar í Bæjarbíó á miðvikudeginum með pólskri draugasögustund og íslenskri draugamynd um kvöldið. Á fimmtudagskvöld verða m.a. hryllingsmyndir sýndar í Bæjarbíói og á föstudeginum verður m.a. lesið upp úr draugasögum í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Á laugardeginum verður miðbærinn undirlagður af börnum og foreldrum í Nornaleit, sem er stafa- og vísbendingaleikur. Draugadiskó hefst kl. 16 og stendur til 19.00, auk þess sem hryllingsmyndir verða sýndar í Bæjarbíói frá morgni til kvölds. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×