Innlent

Hreindýraleiðsögumenn vilja ekki seinkun á veiðitímabilinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Veiði á törfum hefst 15. júlí en 1. ágúst á hreindýrakúm.
Veiði á törfum hefst 15. júlí en 1. ágúst á hreindýrakúm. Fréttablaðið/Vilhelm
Fulltrúar frá Félagi hreindýraleiðsögumanna sem mættu á fund atvinnunefndar Fljótsdalshéraðs eru ekki hrifnir af hugmyndum um að hefja veiði á hreinkúm ekki fyrr en 10. ágúst í stað 1. ágúst og lengja þá veiðitímabilið út september.

„Að mati fulltrúa félagsins gæti seinkun veiðanna haft neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu sem byggir á veiðunum auk þess sem hætta væri á því að þær lendi inn í haustrigningar og jafnvel snjókomu sem gerir umferð um svæðið erfiðari og eykur líkur á landskemmdum,“ segir í fundargerð atvinnunefndarinnar.

Á fundinum var einnig farið yfir tekjur sem myndast á svæðinu sem tengjast veiðum á hreindýrum og ræddar hugmyndir um hvernig hægt væri að auka afleidda ferðaþjónustu á svæðinu á veiðitímanum. Segist nefndin taka undir að hreindýraveiðar séu mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×