Lífið

Hótuðu ölvuðum ökumönnum með Justin Bieber

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ætli Bieber þurfi að horfa á sjálfan sig ef hann sest undir stýri eftir eina svona?
Ætli Bieber þurfi að horfa á sjálfan sig ef hann sest undir stýri eftir eina svona? Vísir/Getty
Lögreglan í Wyoming í Minnesota ætlar að fara nýjar leiðir til að reyna að sporna við ölvunarakstri. Síðastliðinn sunnudag tísti lögreglan í Wyoming að þeir sem settust ölvaðir undir stýri myndu þurfa að horfa á Super Bowl auglýsingu T-Mobile með Justin Bieber í aðalhlutverki „alla leiðina í fangelsi.“

Sjá einnig: Super Bowl auglýsingarnar 2017: Fljúgandi draugahundur, Melissa McCarthy og Justin Bieber

Í auglýsingunni má sjá Bieber fara yfir sögu fagnaðarláta í klæddur smóking. Paul HOppe, lögreglustjóri í Wyoming sagði í samtali við fjölmiðla að með tístinu hafi þeir viljað ná athygli almennings. Sú var heldur betur raunin og hafa 17 þúsund manns deilt boðskapnum á Twitter.





Þegar líða fór á leikinn á sunnudag skipti lögreglan þó um skoðun og sagðist ætla að láta ölvaða ökumenn horfa á þá hræðilegu útreið sem lið New England Patriots hlaut og allt stefndi í stórsigur Falcons. Að lokum tóku þeir það til baka þegar Patriots fóru með sigur af hólmi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögregla vestanhafs leitar á náðir kanadískra tónlistarmanna til að sporna við ölvunarakstri. Í nóvember síðastliðnum birti lögregla í Kensington borg í Kanada færslu á Facebook þar sem hún sagðist ætla að refsa ölvuðum ökumönnum með tónlist hljómsveitarinnar Nickelback.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×