Lífið

Horfðu á keppnina í heild sinni: Fyndnasti Háskólaneminn er laganemi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafnkell Ásgeirsson fær tækifærið með Mið-Ísland hópnum.
Hrafnkell Ásgeirsson fær tækifærið með Mið-Ísland hópnum.
Úrslit Fyndnasta Háskólanemans 2017 voru kunngjörð í gærkvöldi þegar úrslitakeppnin var haldin á Stúdentakjallaranum. 

Hrafnkell Ásgeirsson, laganemi hlaut sigur og fékk í sigurverðlaun 100.000kr frá Landsbankanum, auk tækifæris til að troða upp á Mið – Ísland sýningu í vor.

Stúdentakjallarinn var troðfullur þegar leikar hófust en vart mátti sjá í auðan blett á gólfi, svo þétt var setið um kjallarann þveran og endilangan. Ari Eldjárn var kynnir kvöldsins og hitaði hann vel upp hláturkirtlana hjá áhorfendum í upphafi kvöldsins en hann skaust fimilega upp á sviðið á milli atriða framhjá mannmergðinni til að passa að hver keppandi fengi lof í lófa.

Keppnin var auk þess sýnd í beinni hér á Vísi en margir nýttu sér stafræna möguleikann á áhorfi.

Sjá einnig: Bein útsending: Hver er fyndnasti háskólaneminn?

Þetta var í þriðja sinn sem keppnin var haldin en við dómaraborðið sátu félagarnir úr Mið-Ísland hópnum, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð.

Hér að neðan má sjá keppnina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×