Lífið

Hönnunargleði í Gerðarsafni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/Hreinn Magnússon
Margt var um manninn í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardag þegar útskriftarsýning MA-nema við Listaháskóla Íslands var opnuð en sýningin stendur til 11. maí.

Átta nemendur í hönnun og myndlist sýndu verk sín en þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast úr meistaranámi LHÍ í þessum greinum.

Verk nemendanna eru af ýmsum toga, myndir, innsetningar og skúlptúrar.

Sigrún Birgisdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson voru ánægð með sýninguna.
Þórey Sigþórsdóttir og Fríða Björk Ingvarsdóttir létu sjá sig.
Gréta Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Diljá Þórhallsdóttir og Stefán Jónsson.
Á fimmta hundrað gesta mættu á sýningaropnun í Gerðarsafni.
Verk Grétu Guðmundsdóttur um íslenska hestinn vakti athygli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×