Fótbolti

Hólmfríður á skotskónum í öruggum sigri Avaldsnes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður og Þórunn gátu fagnað þremur stigum og þremur mörkum í dag.
Hólmfríður og Þórunn gátu fagnað þremur stigum og þremur mörkum í dag. vísir/getty
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum fyrir Avaldsnes gegn Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var annar sigur Avaldnes á tímabilinu.

Hólmfríður kom Avaldsnes á blað á 34. mínútu, en hún var í byrjunarliði Avaldsnes. Elise Thorsnes og Luana Paixao bættu við tveimur mörkum fyrir Avaldsnes í síðari hálfleik og lokatölur 3-0.

Hvolsvallarmærin spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes, en Þórunn Helga Jónsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Avaldsnes er með sex stig eftir þrjá leiki, en liðið hefur unnið tvo og tapað einum. Kolbotn hafði unnið tvo fyrstu leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×